Smábokkinn 2018 verður haldinn 7.-9. júní

Smábokkinn 2018 verður haldinn á pókerklúbbnum Casa, sem er á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis (gengið inn úr “Fógetagarðinum” og niður í kjallara), dagana 7.-9. júní nk.

Í fyrra voru keppendur alls 108 talsins og var þetta fjölmennasta mót ársins.

Boðið verður upp á tvo möguleika að spila dag 1, fimmtudag og föstudag og síðan verður dagur 2 spilaður til enda á laugardeginum.

Dagskráin verður eftirfarandi:

Fimmtudagur 7.júní kl. 19:00 – Dagur 1A  (level 1-9)
Föstudagur 8.júní kl. 19:00 – Dagur 1B  (level 1-9)
Laugardagur 9.júní kl. 13:00 – Dagur 2  (leikið til enda)

Leikin verða 30 mínútna level og verður strúktúr mótsins með svipuðum hætti og í fyrra og verður hann birtur hér á næstu dögum.

Dagur 1A/B verður leikinn án gjafara til að halda kostnaði við mótið í lágmarki en á degi 2 verða gjafarar.

Ekki verður hægt að kaupa sig aftur inn sama dag og leikmaður fellur úr leik, en þeim sem falla úr leik á degi 1A gefst kostur á að kaupa sig inn aftur einu sinni á degi 1B.

Þátttökugjald er kr. 20.000 ef greitt er fyrir miðnætti mánudagsins 4.júní, eftir það hækkar gjaldið í 23.000.  Ath. að þeir sem kaupa sig inn aftur á degi 1B greiða því hærra gjaldið.  Allir sem greitt hafa félagsgjald PSÍ fyrir 2018 eru gjaldgengir í mótið og er gjaldið kr. 6000 fyrir árið 2018.  Hægt er að ganga frá mótsgjaldinu og félagsgjaldinu í einni greiðslu í gegnum vefinn hjá okkur.

Einungis verður tekið við greiðslum í gegnum vef PSÍ, ekki verður hægt að greiða með reiðufé á staðnum.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply