Skilmálar

Hægt er að greiða fyrir móts- og félagsgjöld með kredit- og debetkorti. Félagsgjöld telja til þess almanaksárs sem gjaldið er greitt á. Viðkomandi er þá skráður í félagaskrá Pókersambands Íslands og getur þannig tekið þátt í mótum og viðburðum félagsins. Fyrir hvert mót sem er haldið er mótsgjald sem skal greiðast fyrir mótsdag. Við það er viðkomandi skráður í mótið og fær hann staðfestingu þess í tölvupósti. Eiginleg afhending fer því fram á mótsstað, þ.e. aðgangur að móti.

Pókersamband Íslands heldur til haga skrá yfir þá meðlimi sem hafa greitt félagsgjöld, m.a. nafn, heimili, símanúmer og netfang.  Félagsmenn eru skráðir á póstlista PSÍ en geta afskráð sig af þeim lista hvenær sem er.  Óski félagsmaður eftir að verða tekinn af félagaskrá PSÍ skal berast skrifleg tilkynning um það á netfangið pokersamband@pokersamband.is og skal stjórn PSÍ þá afmá þær upplýsingar sem skráðar hafa verið um viðkomandi meðlim.

Þegar greitt er með korti fer færslan í gegnum örugga greiðslusíðu Borgun.is og fær Pokersamband.is engar kortaupplýsingar viðskiptavina.
Öryggisskilmálar: Upplýsingar um korthafa eru ekki gefnar upp til þriðja aðila.

Pókersamband Íslands ber ekki ábyrgð á því ef viðkomandi kaupir sig inn á mót en nýtir sér svo ekki miðann. Skilafrestur er á miðum á mót er allt þar til sólahringur er til að mót hefjist.
Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt innan 7 daga.

Þessi ákvæði og skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.

Síðan er í eigu og rekin af Pókersambandi Íslands sem er skráð til heimilis að Laugavegi 53b, 101 Reykjavík, og er allur texti í eigu þess og er ekki ætlaður til afritunar eða endurbirtingar.