Frá ársþingi 2020

Ársþing PSÍ var haldið í dag, sunnudaginn 26.janúar 2020.  Þingið fór fram í Kornhlöðunni, veitingastaðnum Lækjarbrekku og mættu 5 félagsmenn til fundar.  Það er oft sagt að það sé merki um almenna ánægju með stjórnun félagasamtaka þegar fáir mæta til aðalfundar og vonum við að fámennið í dag megi túlka sem svo.

Allir aðalmenn í stjórn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu og komu tveir nýir varamenn inn í stjórn.

Stjórn PSÍ skipa:

  • Már Wardum, formaður
  • Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri
  • Einar Þór Einarsson, ritari
  • Jónas Tryggvi Stefánsson, varamaður
  • Guðmundur Helgi Helgason, varamaður

Í mótanefnd eru:

  • Viktor Lekve
  • Einar Þór Einarsson
  • Guðmundur Helgi Helgason

Laga- og leikreglnanefnd skipa:

  • Jón Ingi Þorvaldsson
  • Jónas Tryggvi Stefánsson
  • Einar Þór Einarsson

Þrjár breytingar voru gerðar á lögum sambandsins og eru þær þegar komnar hér inn á vef PSÍ.

Undir liðnum “önnur mál” var meðal annars rætt um hvernig efla mætti þátttöku kvenna í póker á Íslandi, hvort ákvarðanir um gjaldskrá og rekstur sambandsins ættu að vera teknar af ársþingi eða af stjórn, samstarfið við Coolbet, hvernig hægt væri að koma betur til móts við félagsmenn sem ekki eru íslenskumælandi, kaup á tölvubúnaði til að nota á mótum, samstarf við erlend pókersambönd ofl.

166 félagsmenn greiddu árgjald á árinu 2019, heildarvelta sambandsins var 13,7 mkr. og afkoma af rekstri var jákvæð um 459 þús kr. á árinu.

Hér má nálgast ársskýrslu og önnur fundargögn frá þinginu.

 

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply