Bræðingur 2021

Bræðingur mun fara fram í annað sinn fimmtudaginn 3. júní en þetta mót var haldið í fyrsta sinn í fyrra í tilraunaskyni og gekk vonum framar. Í þessu móti bræðum við saman net-póker og live póker með tveggja daga móti sem hefst á Coolbet og lýkur svo með 9 manna live lokaborði með gjafara laugardaginn 5. júní kl. 14:00 hjá Hugaríþróttafélaginu, Síðumúla 37.

Þeir sem komast á lokaborðið taka með sér stakkinn sem þeir enduðu dag 1 með á netinu (eða hlutfallslega jafn stóra stakka ef aðlaga þarf stærðir) og leika þar til þrautar augliti til auglitis.

Þátttökugjald er €50 og boðið verður upp á ótakmarkað re-entry fyrstu 10 levelin.

Ekki er tryggt verðlaunafé í mótinu en PSÍ mun láta þátttökugjöld sem greidd eru til Coolbet renna óskipt í verðlaunafé, þ.e.a.s. ekkert er tekið af verðlaunafé fyrir kostnaði við að halda mótið, en aðild að PSÍ er skilyrði fyrir þátttöku í mótinu. Ganga verður frá aðild að PSÍ í síðasta lagi kl. 16:00 fimmtudaginn 3. júní. Hægt er að ganga frá aðild að PSÍ fyrir 2021 með nokkrum músarsmellum á þessari síðu hér.

Úrslit á Quarantine Cup 2021

Net-póker hátíðinni Quarantine Cup 2021, sem haldin var í samstarfi við Coolbet, lauk í gærkvöldi með lokamótinu, QC Main Event. Haldin voru 15 mót sem töldu til stiga í stigakeppni á rúmlega þriggja vikna tímabili og tóku alls 63 þátt í einhverjum mótanna.

Það var enginn annar en formaður PSÍ, Már Wardum (DFRNT), sem landaði sigri í lokamótinu og skaust með því í efsta sæti í stigakeppninni einnig, en fram af því hafði Sævar Ingi Sævarsson (SINGIS) verið með umtalsverða forystu eftir að hafa náð efsta sæti í fjórum mótum af 15.

Coolbet lagði af mörkum aukaverðlaun fyrir 5 efstu í stigakeppninni, miða á Coolbet Open Online sem er að hefjast í dag.

Röð efstu 5 í stigakeppninni var þessi:

  1. Már Wardum (DFRNT) – €300 miðar á Coolbet Open Online
  2. Sævar Ingi Sævarsson (SINGIS) – €100 miði á CBOO
  3. Kristján Bragi Valsson (kiddi333) – €50 miði á CBOO
  4. Daníel Pétur Axelsson (Danzel79) – €20 miði á CBOO
  5. Atli Rúnar Þorsteinsson (Atli951) – €20 miði á CBOO

Við þökkum öllum sem tóku þátt í mótunum fyrir þeirra framlag að gera þetta að jafn skemmtilegum viðburði og raun bar vitni. Coolbet þökkum við kærlega fyrir frábært og hnökralaust samstarf eins og venjulega. Og svo óskum við Má Wardum til hamingju með glæsilegan árangur!!

Úrstlitin í stigakeppninni má áfram nálgast á þessari síðu hér.

Már Wardum einbeittur á svip á Íslandsmótinu í póker í mars 2021

Quarantine Cup 2021 hefst 31. mars!

(Scroll down for an English version below….)

Í ljósi aðstæðna frestast allt mótahald í raunheimum næstu vikurnar. Smábokki, sem átti að fara fram 8.-10. apríl frestast um óákveðinn tíma og verður haldinn við fyrsta tækifæri. Bikarmót PSÍ sem var inni í drögum að mótadagskrá 2021 verður felld niður þetta árið og við gerum aðra tilraun með slíka mótaröð á næsta ári.

En í millitíðinni blásum við til net-póker veislu í samstarfi við Coolbet! Quarantine Cup 2021 hefst miðvikudaginn 31. mars og er búið að stilla upp rúmlega 3ja vikna þéttri dagskrá og glæsilegum aukavinningum í boði Coolbet!

Öll mótin verða opin fyrir alla með búsetu á Íslandi að einu móti undanskildu en lokamótið, Quarantine Cup Main Event, verður að þessu sinni exclusive fyrir meðlimi PSÍ. Meðlimir PSÍ munu einnig safna stigum í öllum aðalmótunum á dagskránni og Coolbet gefur sérstaka aukavinninga fyrir efstu sætin í stigatöflunni að mótaröðinni lokinni en það verða miðar á Coolbet Open Online sem fram fer í maí 2021.

Við minnum á sérstakt tilboð til félagsmanna PSÍ í ár en Coolbet gefur öllum sem ganga frá árgjaldi PSÍ fyrir lok apríl 2021 upp á €40 pakka sem jafngildir árgjaldinu, og rúmlega það. Smellið hér til að ganga frá árgjaldinu fyrir 2021!

Smellið hér til að sjá dagskrá mótanna á Quarantine Cup 2021! Verið með frá upphafi og safnið stigum til að krækja í aukaverðlaunin… já og líka bara til að geta montað ykkur af því að vera efst á stigatöflunni! 😉


Due to the current circumstances all live poker tournaments have to be postponed. Smábokki, which was scheduled 8-10 April will be held as early as possible but the tournament series Bikarmót PSÍ 2021 will be suspended this year.

In the meantime we announce an exciting online poker festival in collaboration with Coolbet, Quarantine Cup 2021, which will commence on Wendesday 31 March! 3 weeks of online poker extravaganza with fabulous extra prizes offered by Coolbet!

All tournaments on the schedule will be open to all Icelandic residents, but the final tournament, Quarantine Cup Main Event, will be exclusive to PSÍ members. The leaderboard will also be exclusive to PSÍ members where you can collect points from each of the main tournaments with a chance to win one of the extra prizes offered by Coolbet, tickets to Coolbet Open Online, which will take place in May 2021.

We would like to remind you of the special offer for PSÍ members this year. All those who settle the membership fee before the end of April will receive a special €40 package which practically equates the price of the annual membership. Click here to get the 2021 membership out of the way!

Click here for the Quarantine Cup 2021 tournament schedule! Take part from the start and collect points to win one of the extra prizes… and of course the priceless bragging rights that come with being on the top of the leaderboard! 😉

Daníel Pétur Axelsson tvöfaldur Íslandsmeistari í net-póker!!

Íslandsmótið í net-PLO var haldið í fyrsta sinn í nokkur ár og lauk því rétt í þessu eftir tæplega fjögurra klukkustunda leik. Þátttakendur voru 21 talsins og keyptu sig samtals 37 sinnum inn í mótið en boðið var upp á tvö re-entry. Prizepool fór í €2590 og skiptist á milli þeirra 6 efstu sem komust á lokaborð.

Það var enginn annar en Daníel Pétur Axelsson sem vann sigur í mótinu og er því tvöfaldur Íslandsmeistari í net-póker þetta árið!

Þeir sem komust á lokaborð og skiptu með sér verðlaunafénu voru:

  1. Daníel Pétur Axelsson, €958
  2. Haukur Már Böðvarsson, €648
  3. Hafþór Sigmundsson, €389
  4. Kristján Valsson, €259
  5. Þorgeir Karlsson, €194
  6. Þórarinn Kristjánsson, €142

Við óskum Danna til hamingju með þennan magnaða árangur og þökkum öllum þátttakendum fyrir gott mót og COOLBET fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins!

Daníel Pétur Axelsson er Íslandsmeistari í net-póker 2020!

Íslandsmótinu í net-póker (NLH) var að ljúka kl. 23:40 og það var Daníel Pétur Axelsson sem stóð uppi sem sigurvegari og hlaut að launum €2330 eftir tæplega 6 klst. leik. Í öðru sæti varð Piotr Wojciechowski með €1529 og í því þriðja Atli Þrastarson með €1092. Heildarverðlaunafé var €7280 og skiptist það á milli 8 efstu sem komust á lokaborð.

Þátttakendur voru 52 talsins og er það smá fjölgun frá fyrra ári þegar 48 tók þátt, þrátt fyrir að sú breyting hafi nú verið gerð að í fyrsta sinn var aðild að PSÍ skilyrði fyrir þátttöku og þátttökugjald hækkað verulega, úr €88 í €150. Á meðal þátttakenda voru 19 sem ekki höfðu tekið þátt í mótum á vegum PSÍ áður og við bjóðum þessa nýju félagsmenn velkomna í hópinn.

Þeir sem komust á lokaborð og skiptu með sér verðlaunafénu voru:

  1. Daníel Pétur Axelsson – €2330
  2. Piotr Wojciechowski – €1529
  3. Atli Þrastarson – €1092
  4. Alexandru Florea – €735
  5. Einar Eiríksson – €553
  6. Eysteinn Einarsson – €408
  7. Halldór Már Sverrisson – €335
  8. Einar Blandon – €298

Við óskum Danzel til hamingju með titilinn og þökkum öllum þátttakendum fyrir gott mót og COOLBET fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins!

Daníel sigurreifur eftir sigur í hliðarmóti á GUKPT í London 2017
Lokaborð á ÍM í net-póker 2020

Íslandsmót í net-póker 2020

Íslandsmótið í net-póker (NLH) fer fram sunnudaginn 29.nóvember og hefst kl. 18:00. Þátttökugjald er €150 og verður mótið með freezout fyrirkomulagi. Skráningarfrestur í mótið verður til ca. 20:30.

Íslandsmótið í net-PLO fer fram sunnudaginn 6. des. og hefst einnig kl. 18:00. Þátttökugjald er €75 og verður boðið upp á tvö re-entry. Skráningarfrestur verður til ca. 20:40.

Bæði mótin auk undanmóta verða haldin á Coolbet.

Félagsaðild að PSÍ fyrir 2020 er skilyrði fyrir þátttöku í báðum mótunum og þeir sem ekki hafa tekið þátt í neinum mótum á vegum PSÍ á árinu geta gengið frá því hér í vefverslun PSÍ.

Coolbet og PSÍ munu áskilja sér rétt til þess að birta raunveruleg nöfn vinningshafa.

Til að hægt sé að veita félagsmönnum í PSÍ aðgang að mótunum þarf að fylla út þetta skráningareyðublað hér. Þið getið gert það hvenær sem er fram til föstudagsins 27. nóvember kl. 14:00 fyrir NLH mótið og fyrir sama tíma föstudaginn 4. desember fyrir PLO mótið. Ath að skráning í gegnum þetta form er ekki bindandi fyrir þátttöku í mótinu heldur eingöngu til að tryggja að þið verðið gjaldgeng í mótið á mótsdag.

Undanmót fyrir ÍM í net-póker verða haldin alla sunnudaga og fimmtudaga kl. 20:00 fram að mótinu og fyrir PLO mótið verða undanmót alla þriðjudaga kl. 20:00.

Hér má finna nánari upplýsingar um hvort mót fyrir sig og undanmótin.

Plan C

Nú er þegar orðið ljóst að ekki verði búnar að skapast aðstæður til þess að halda ÍM í lok nóvember og næsta skref er því að skipta yfir í plan C og stefna að því að ÍM 2020 verði haldið í lok janúar. Við gerum því hlé á undanmótum fyrir ÍM og skiptum um fókus og einbeitum okkur að Íslandsmótum í net-póker sem verða skv. áætlun í NLH 29.nóv. og PLO 6. des. (No-Limit-Holdem annars vegar og Pot-Limit-Omaha hins vegar).

Frá og með sunnudeginum 25.október verðum við því með regluleg undanmót fyrir Íslandsmótin í net-póker alla fimmtudaga og sunnudaga kl. 20:00 fyrir ÍM í net-póker (NLH) og alla þriðjudaga kl. 20:00 fyrir ÍM í PLO.

ÍM í póker frestað

Þá er það ljóst að nýjar reglur um samkomutakmarkanir eru of hamlandi til að hægt verði að halda ÍM í lok október, eins og til stóð, og því er næsta skref hjá okkur að grípa til varaáætlana.

Eins og er þá horfum við til þess að reyna að halda mótið í lok nóvember, ef þess verður nokkur kostur, og þá yrði mótið haldið dagana 26.-29. nóv. Gangi það ekki eftir verður mótið fært fram í seinni hluta janúar 2021.

Ef ástandið verður óbreytt í lok janúar verður mótið fellt niður og verða þá allir miðar sem unnist hafa í undanmótum greiddir til baka.

Nánari upplýsingar um næstu skref verða sendar út eftir ca. 3 vikur.

Undanmót áfram næstu vikur

Við höldum engu að síður áfram með undanmót á Coolbet, en eingöngu á sunnudögum og sleppum fyrirhuguðum mótum á miðvikudögum.  

Póker Express er einnig með fyrirhuguð undanmót á mánudögum og verður væntanlega áfram.  En tilkynningar um hafa verið sendar í fb grúppuna “Mótapóker á Íslandi”.  Notast er við appið “Poker Bros” og hægt er að hafa samband við Ísak Atla Finnbogason beint á Facebook fyrir nánari upplýsingar eða skráningu í mót.

Net-póker á vegum Hugaríþróttafélagins

Hugaríþróttafélagið, sem hefur verið ötulasti mótahaldari landsins undanfarin misseri flytur nú mótahald sitt á netið á meðan þetta ástand varir.  Settur hefur verið upp “Home game” klúbbur á Pokerstars og til að sækja um aðild þarf einfaldlega þessar upplýsingar:

Club ID number: 3683647
Invitation Code: “Sidumuli37” 
(ath. að greinarmunur er gerður á litlum og stórum stöfum)

Nú þegar er búið að auglýsa mót þar í kvöld, mánudagskvöld, og einnig á miðvikudag og föstudag og verður væntanlega fastur liður á þessum dögum næstu vikur.

Úrslit í Bræðingi 2020

Leik var að ljúka á lokaborði í pókermótinu Bræðingur sem haldið var á vegum PSÍ í fyrsta sinn. Mótið hófst á Coolbet þar sem 22 leikmenn hófu leik og skyldu leika þar til 8 væru eftir og síðan klára mótið með live lokaborði. Það æxlaðist svo að tveir duttu út í sömu hendi á lokaborðsbúbblunni og því voru það aðeins 7 sem komust á lokaborðið sem fram fór núna í kvöld.

Það var Tomasz Mróz sem stóð uppi sem sigurvegari eftir 3 klst. leik á lokaborðinu eftir ca. klukkustundar heads-up leik við Ólaf Sigurðsson sem varð í öðru sæti. Í þriðja sætinu varð Gunnar Ingi Gunnarsson og í því fjórða Dominik Wojciechowski.

Thomasz hlaut að launum 114.000 kr. í verðlaunafé og verðlaunagrip frá PSÍ. Hér má sjá röð efstu manna og verðlaunafé fyrir hvert sæti.

Gjafari á lokaborðinu var Rannveig Eriksen og mótsstjóri var Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri PSÍ.

Við þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu fyrir taka þátt í þessari tilraun með okkur. Svo óskum við Tómaszi til hamingju með sigurinn og þökkum Coolbet og Spilafélaginu kærlega fyrir samstarfið við framkvæmd þessa móts!

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá lokaborðinu.

Bræðingur – Staðan eftir dag 1

Bræðingur fór fram í fyrsta sinn nú í kvöld kl. 20:00. Þátttakendur voru 22 talsins og var leikið til kl. 22:50 en þá stóðu 7 eftir þar sem tveir leikmenn féllu úr leik í sömu hendinni á lokaborðs-búbblunni.

Staða efstu manna eftir dag 1 er þessi:

Coolbet IDStack
Hilmar104233
GunniJR84042
Gianthead83194
Polskiman1166753
salmonella8864640
Thomsm8653358
Gvarri33780

Dagur 2 hefst síðan laugardaginn 13.júní kl. 16:00 og verður leikið augliti til auglitis í sal Spilafélagsins, Grensásvegi 8, gengið inn baka til og upp á 3.hæð (sjá meðfylgjandi skýringarmynd).

Alls voru tekin 5 re-buy og 11 add-on þannig að heildarinnkoma var (22+11+5) x €50 = €1900. Að frádregnum 10% sem Coolbet tekur fyrir framkvæmd mótsins standa eftir €1710 eða 260.000 ISK sem mun renna óskipt í verðlaunafé og skiptast á milli 4 efstu spilara.

Þess má geta að ekki var farið fram á PSÍ aðild vegna þátttöku í mótinu og PSÍ tekur ekkert af verðlaunafé í kostnað að þessu sinni.

Nánari upplýsingar um stöðu efstu manna, skiptingu á verðlaunafé og strúktúr má finna í þessu skjali hér.

Við þökkum COOLBET fyrir frábært samstarf að vanda og öllum sem tóku þátt í mótinu og óskum þeim sem komust á lokaborðið góðs gengis á laugardaginn!