Undanmót fyrir ÍM 2019

Fyrstu online undanmótin hefjast á morgun sunnudaginn 6.október kl. 20:00. Það er Coolbet sem sér um það fyrir okkur í ár, rétt eins og í fyrra. Mótin verða með €33 buy-in og hægt verður að kaupa sig inn aftur ótakmarkað fyrsta klukkutímann. Undanmót verða á Coolbet hvern sunnudag og miðvikudag kl. 20:00 fram að Íslandsmóti og verður einn miði tryggður í hverju móti.

Í fyrsta mótinu er sérstakur kaupauki fyrir þá sem skrá sig en með skráningu fylgir frímiði á mót sem fram fer á miðvikudag kl. 18:00 að íslenskum tíma. Í því móti verða m.a. í verðlaun pakkar á Premier League leik að eigin vali á tímabilinu Okt-Feb. Sjá nánar hér.

Hugaríþróttafélagið lætur ekki deigan síga og verður með undanmót alla fimmtudaga fram að ÍM og svo bætast einnig við mót á þriðjudögum síðustu vikurnar.  Mótin hjá Hugaríþróttafélaginu hefjast kl. 19:00.

Við hvetjum alla félagsmenn til að freista gæfunnar bæði á Coolbet og hjá Hugaríþróttafélaginu næstu 4 vikurnar. Það stefnir í frábært Íslandsmót en nú þegar eru mun fleiri komnir með miða á mótið en á sama tíma í fyrra!

Hótel tilboð vegna ÍM 2019

Hótel tilboð vegna ÍM 2019 (English below)

Hótel Vellir býður félagsmönnum PSÍ eftirfarandi sérkjör á hótelherbergjum helgina 1.-3. nóvember:

Eins manns herbergi: 12.000 kr./nótt
Tveggja manna herb.: 14.500 kr./nótt

Til að bóka sendið tölvupóst á info@hotelvellir.com með eftirfarandi upplýsingum:
– Nafn
– Dagsetningar
– Hvort þið viljið eins eða tveggja manna herbergi.
– Takið fram að þið séuð að taka þátt í ÍM í póker!

Hótelið sendir ykkur síðan upplýsingar um hvernig gengið er frá greiðslu.

————————————–

Hotel offer for the 2019 Icelandic Poker Championship:

Hótel Vellir (the tournament venue) offers our members the following deal on hotel rooms:

Single room: 12.000 ISK/night
Double/Twin room: 14.500 ISK/night.

To make a reservation send an email to info@hotelvellir.com with the following information:
– Name
– Dates
– Type of room (single/double/twin)
– Mention that you are participating in the the Icelandic Poker Championship!

The hotel will then send you further information on how to complete the booking with a payment.

Íslandsmótið í Póker 2019!

Íslandsmótið í póker verður haldið helgina 1.-3. nóvember í ár.  Mótið verður með svipuðu sniði og í fyrra og verður haldið á sama stað, enda virtist almenn ánægja með fyrirkomulagið.

Mótið verður haldið á Hótel Völlum í Hafnarfirði og hefst það kl. 17:00 á föstudeginum 1. nóvember.  Dagur 2 hefst kl. 12:00 á laugardag 2.nóv og síðan verður lokaborðið leikið kl. 13:00 á sunnudeginum.

Mótið er opið öllum 18 ára og eldri og hlýtur sigurvegarinn titilinn Íslandsmeistari í póker, óháð þjóðerni.

Þátttökugjald er kr. 60.000 og er einungis tekið við skráningum á hér vef PSÍ.

Sjá nánari upplýsingar um strúktúr og dagskrá hér.

Skráið ykkur einnig endilega inn á þetta event hér á facebook.


The 2019 Icelandic poker championship will be held 1-3 November.

The tournament will be held at Hotel Vellir in Hafnarfjördur (near Reykjavik) and will start at 17:00 on Friday the 1st.  Day 2 will start at 12:00 on Saturday the 2nd and will be played down to 9 players. The final table will be played on Sunday the 3rd.

The tournament is open to all nationalities and the winner will receive the title Icelandic Champion regardless of nationality.

Entry fee is ISK 60.000 and registration is only available through this page.

Click here for more information on structure and schedule.

Please also register on this event on facebook.

 

Sævar Ingi er Smábokkinn 2019

Það var Sævar Ingi Sævarsson sem hreppti titilinn Smábokkinn 2019 og 319.000 í verðlaunafé.  Í öðru sæti varð Tomasz Kwiatkowski og í því þriðja Mindaugas Ezerskis.  Þeir 9 efstu sem komust á lokaborðið skiptu verðlaunafénu á milli sín og hér að neðan má sjá hvernig 9 efstu sætin röðuðust.

Alls tóku 59 einstaklingar þátt í mótinu og 10 þeirra kepptu bæði á degi 1a og 1b þannig að skráningar voru alls 69 talsins, sem er umtalsverð fjölgun frá því í fyrra en þá voru skráningar 51.  Heildar þátttökugjöld voru 1.380.000 kr. og fóru 1.212.000 af því í verðlaunafé eða 87,8% og kostnaðarhlutfall því 12,2%.

Mótið fór fram hjá Spilafélaginu að Grensásvegi og þökkum við forsvarsmönnum þess kærlega fyrir samstarfið við framkvæmd mótsins. Mótsstjóri var Már Wardum og auk hans sáu Inga Kristín Jónsdóttir og Einar Þór Einarsson um störf gjafara á lokadeginum. Það var mál manna að mótið hefði tekist vel í alla staði og þakkar stjórn PSÍ öllum sem komu að framkvæmd mótsins fyrir vel unnin störf og félagsmönnum fyrir góða þátttöku!

Sæti Nafn Verðlaunafé
1 Sævar Ingi Sævarsson 319000
2 Tomasz Kwiatkowski 289000
3 Mindaugas Ezerskis 165000
4 Branimir Jovanovic 125000
5 Gylfi Þór Jónasson 97000
6 Júlíus Pálsson 76000
7 Einar Eiríksson 59000
8 Guðmundur Helgason 46000
9 Dominik Wojciechowski 36000

 

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá lokaborðinu.

Online Íslandsmótið 2018 verður 16.des!

Því miður var ekki hægt að koma því við að halda online ÍM 2.des eins og til stóð skv. mótadagskrá.  En það verður þess í stað haldið sunnudaginn 16. desember kl. 19:00.

Mótið fer fram á PartyPoker og verður þátttökugjald €88 (€80+8).

Leikin verða 12 mín. level og ekki verður hægt að kaupa sig aftur inn (freeze-out).

 

Úrslit Stórbokka 2018

Stórbokkanum var að ljúka núna rétt fyrir klukkan eitt eftir stutta og snarpa heads-up viðureign þeirra Hafþórs Sigmundssonar og Ívars Þórðarsonar.  Það var Hafþór sem bar sigur úr býtum og hlýtur að launum nafnbótina Stórbokki 2018.  Fyrstu 4 sætin skipuðu:

  1. Hafþór Sigmundsson, 736.000
  2. Ívar Þórðarson, 508.000
  3. Alfreð Clausen, 316.000
  4. Gunnar Árnason, 193.000

Búbblusætið vermdi síðan Haukur “Zickread” Böðvarsson. Við óskum Hafþóri til hamingju með sigurinn og titilinn og öllum verðlaunahöfum til hamingju með góðan árangur!

Mótsstjóri var Viktor Lekve og í störfum gjafara voru Sigurlín (Silla) Gústafsdóttir, Mæja Unnardóttir, Steinn Du og Kristján Bragi Valsson.  Við þökkum þeim fyrir frábær störf við framkvæmd mótsins.  Undirbúningur og skipulag mótsins var í höndum gjaldkera PSÍ, Jóns Inga Þorvaldssonar.

Við þökkum einnig Pokerstore.is og Lækjarbrekku fyrir samstarfið en saman sköpuðu þessir aðilar frábæra umgjörð um mótið með úrvals búnaði, þægilegri aðstöðu og góðri þjónustu.

Fjöldi þátttakenda á mótinu var 17 + 1 re-entry.  Heildar þátttökugjöld voru því kr. 2.160.000.  Heildarkostnaður við framkvæmd mótsins ásamt mat fyrir þátttakendur og starfsfólk var kr. 407.100 eða 18,8% af þátttökugjöldum.  Heildarverðlaunafé (prizepool) var því kr. 1.752.900 eða 81,2% af þátttökugjöldum.

Stórbokki 1. september 2018!

Stórmótið Stórbokki 2018 verður haldið laugardaginn 1.september of fer fram í hinum glæsilega sal Kornhlöðunni á veitingastaðnum Lækjarbrekku.

Við bryddum upp á þeirri nýbreytni í þetta sinn að hefja dagskrána kl. 12:00 á hádegisverði sem er innifalinn í þátttökugjaldi fyrir alla sem skrá sig fyrir kl. 18:00 daginn áður eða föstudaginn 31.ágúst.  Mótið hefst síðan kl. 13:00.

Einnig verður kvöldverður innifalinn í þátttökugjaldi en tekið verður kvöldverðarhlé kl. 18:50.

Hér má sjá strúktúr mótsins og tímasetningar.

Matseðillinn hljóðar svo:

Hádegisverður:  Sjávarréttasúpa með krækling, þorsk,rækjum og brunois grænmeti,
Kjúklingabringa, pönnusteikt með steiktu smælki, rótargrænmeti og portvínssósu
Kvöldverður:  Hægeldað nautafillet með bakaðri kartöflu, steiktum sveppum og bernaise sósu
Volg súkkulaðikaka með vanilluís og ávöxtum.

Í salnum verður opinn bar á meðan á mótinu stendur og verður hægt að panta þar drykki og aðrar veitingar.  Áfengir drykkir verða leyfðir við keppnisborðin en við viljum að sjálfsögðu biðja þátttakendur um að gæta hófs í þeim efnum á meðan menn eru ennþá inni í mótinu.

Smellið hér til að ganga frá skráningu og greiðslu þátttökugjalds og minnum á að þeir sem ekki hafa greitt félagsgjald PSÍ á árinu 2018 geta gengið frá því í leiðinni í sömu greiðslu.  Skráning fer eingöngu fram á þessari síðu á vef PSÍ.  Hægt er að greiða með bæði debet og kreditkortum en við viljum biðja þá sem hafa tök á því að greiða með debetkortum að gera það frekar þar sem greiðslan berst þá hraðar inn á reikning sambandsins.

Mótið er haldið í samstarfi við www.pokerstore.is sem sér okkur fyrir glæsilegum búnaði eins og á fyrri mótum þessa árs.

Halldór Már er Omaha meistari 2018

Íslandsmótið í PLO (Pot-limit Omaha) fór fram á Casa í gær, laugardaginn 12. maí 2018.  Þátttakendur voru 14 talsins og var þátttökugjald kr. 30.000.

Sigurvegari mótsins varð Halldór Már Sverrisson og hlaut að launum kr. 171þús auk verðlaunagrips og nafnbótarinnar Íslandsmeistari í PLO 2018.  Í öðru sæti varð Kári Sigurðsson með kr. 101þús og í þriðja sæti varð Ívar Örn Böðvarsson með kr. 67þús.

Við þökkum þeim sem komu að framkvæmd mótsins, Einari Þór Einarssyni mótsstjóra og Kristjáni og Alexander fyrir að sjá um gjafarahlutverkið.  Mótið var haldið í samstarfi við Casa sem sá okkur fyrir aðstöðu og Pokerstore.is sem sá um að útvega búnað fyrir mótið og við þökkum þeim fyrir samstarfið!

Og síðast en ekki síst óskum nýkrýndum PLO meistara til hamingju með titilinn!

Mótadagskrá 2018

Þá er starf nýrrar stjórnar og mótanefndar loksins að komast á skrið og liggur nú fyrir mótadagskrá fyrir árið 2018. Við viljum biðjast velvirðingar á þeirri töf sem hefur orðið á að kynna dagskrána en hún er eftirfarandi (þátttökugjald innan sviga):

12.maí Íslandsmót í PLO – (kr. 30.000)
7.-9. júní Smábokki – (kr. 20.000)
1. sept Stórbokki – (kr. 120.000)
5.-7. okt. Íslandsmót – (kr. 60.000) (ath. breytta dagsetningu)
2. des. Online Íslandsmót – (kr. 15.000)
9. des. Online PLO Íslandsmót – (kr. 10.000)

Fyrsta mótið verður semsagt laugardaginn 12.maí og verður haldið á Casa og hefst kl. 14:00. Mótsstjóri verður Einar Þór Einarsson. Skráning er hafin á www.pokersamband.is (staðsetjið músina yfir hnappinn kaupa miða og þá birtist möguleiki á að greiða félagsgjald annars vegar og skráningargjald fyrir PLO mót hins vegar).

Félagsgjald fyrir árið 2018 er kr. 6000 og er reikningsár PSÍ núna 1.janúar – 31.desember eftir breytingar sem gerðar voru á lögum sambandsins á nýliðnum aðalfundi.

Ath. að mótadagskráin getur átt eftir að taka breytingum (bæði dagsetningar og þátttökugjöld) en við munum gera okkar besta til að kynna slíkar breytingar með góðum fyrirvara.

Ísak Atli Finnbogason er Íslandsmeistari 2017

Íslandsmótið í póker fór fram dagana 20.-22. október sl. í Hótel Borgarnesi og var lokaborðið leikið viku síðar hjá Hugaríþróttafélagi Reykjavíkur í Síðumúla.   Leik lauk um kl. 3:20 aðfararnótt sunnudags og var það Ísak Atli Finnbogason sem stóð uppi sem sigurvegari og hlaut að launum kr. 1.427.000 auk glæsilegra verðlaunagripa, bæði armband og bikar til eignar auk farandbikars.

Þeir sem komust á lokaborð og skipuðu 9 efstu sætin voru eftirfarandi:

1. Ísak Atli Finnbogason, kr. 1.427.000
2. Einar Már Þórólfsson, kr. 913.000
3. Sigurður Dan Heimisson, kr. 641.000
4. Hafsteinn Ingimundarson, kr. 468.000
5. Guðmundur Helgi Ragnarsson, kr. 313.000
6. Jón Freyr Hall, kr. 253.000
7. Ingvar Óskar Sveinsson, kr. 196.000
8. Garðar Geir Hauksson, kr. 173.000
9. Einar Eiríksson, kr. 154.000

Hér má finna ítarlega lýsingu á gang leiksins frá upphafi til enda lokaborðsins sem Magnús Valur Böðvarsson ritaði af sinni alkunnu snilld. Hér má einnig finna upptökur af lokaborðinu í fjórum hlutum: hluti 1, hluti 2, hluti 3, hluti 4.

Við óskum Atla til hamingju með árangurinn og þökkum öllum sem komu að framkvæmd mótsins fyrir þeirra framlag!